Ég á móti sandkassanum

Eins og áđur hefur komiđ fram, ţá rek ég persónuverndarmál gegn sandkassanum, vefsetur sem hefur ţađ sem ćđsta markmiđ ađ rćna fólk ćrunni innan dómafordćma. Mál mitt hjá Persónuvernd er ţó ekkert sérstakt. Ég, eins og ađrir, hef ţann möguleika ađ láta Persónuvernd skera úr um lögmćti ţess ađ tekin sé af mér mynd í leyfisleysi og hún birt á veraldarvefnum.

Persónuvernd fćr hér tćkifćri til ađ móta samskipti fólks á netinu og er mikilvćgt ađ hún fái friđ til ţess. Ég geri mér grein fyrir ţví ađ niđurstađan gćti veriđ á hvorn vegin sem er og mun ég ađ sjálfsögđu una niđurstöđunni, jafnvel ţó ađ hún verđi međ ţeim hćtti ađ hátterni sandkassans verđi metiđ löglegt gagnvart persónuverndarlögunum.

Sá úrskurđur hefđi samt sem áđur ýmislegt í för međ sér. Hann segđi til um hvernig mín eigin hegđun gćti veriđ gagnvart ţeim sem hafa fariđ gegn mér.

Blađamađurinn Gunnar Hjartarson, hjá sandkassanum, ber sig illa yfir ţessu öllu saman í grein sem hann skrifađi og kallar „Paradís [k]ćruglađra [r]asista“. Gunnar fer mikinn í greininni, býr sér til ímyndađan strámann og fellir hann svo međ pomp og prakt. Strámađurinn er gerđur úr öllum ţeim sem Gunnar hatar og hefur skilgreint sem rasista. Hann býr ađ ţeirri veruleikafirringu ađ telja sjálfan sig hafa slíka siđferđislega yfirburđi ađ geta sett stimpla á fólk, sem öll stjórnsýslan á svo ađ beygja sig undir. Ţetta hefur Gunnar ađ segja um óvini sína:

„[…] Ekkert dómskerfi í siđmenntuđu samfélagi ćtti ađ líta viđ nokkru sem frá ţessu fólki [sem er á ný-rasista lista sandkassans] kemur. Ţađ ćtti ađ vísa öllum kćrum ţeirra frá samstundis. Persónuvernd og Myndstef ćttu sömuleiđis ađ sjá sóma sinn í ţví ađ beita sér alls ekki í ţágu öfgafólks. Um er ađ rćđa einsdćmi í gjörvallri Evrópu ađ rasistar geti spilađ jafn mikiđ inn á réttarkerfiđ og ţeir gera hérlendis.“

Ţessi framsetning er međ ólíkindum. Hér leggur Gunnar til ađ ađili í Myndstefi, sem borgar sín félagsgjöld, njóti ekki ađstođar frá fagfélaginu ef höfundarréttarlög eru brotin gegn honum. Og ţađ sé svo vegna ţess ađ einhver Gunnar Hjartason út í bć segir ţađ. Hann leggur líka til ađ allir samfélagsţegnar sem borgi skatta sína til Persónuverndar, geti notiđ ađstođar hennar – nema ef ţeir eru skilgreindir sem rasistar af honum sjálfum. Manninum međ siđferđislegu yfirburđina. Ţvílíkt stórmennskubrjálćđi verđur vart fundiđ á byggđu bóli.

Ef einhver er hćttulegur samfélaginu ţá eru ţađ svona menn, međ svo bilađar skođanir.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband