Deilur Brynjars og Helga Hrafns

Píratar eru mjög fyndnir. Ţeir eru eins og hćnur, safnast saman og hópast í kringum keppinauta sína, gogga í ţá, og líta svo á ţađ sem sigur ef ţeir ná ađ gogga oftar, burt séđ frá fjölda ţeirra sem ađsúgurinn beinist ađ.

Brynjari varđ á ađ deila fćrslu Björns Bjarnasonar sem unnin var ađ hluta úr grein Andríkis um hjásetu Pírata á tímabilinu 2013 – 2016. Fyrir ţađ uppskar hann samfélagsmiđla ađsúg, ţar sem Píratar, í krafti netfjölda, hópuđust ađ honum og gogguđu í hann. Helgi bar sig illa yfir gagnrýni Brynjars og skrifađi ógurlega langloku sem réttlćtingu fyrir allri hjásetu sinni og félaga sinna.

Helgi fékk 73 like og 4 hjörtu fyrir. Píratar litu á sig sem sigurvegara eftir atlöguna, fögnuđu ákaft, góluđu og snéru sér í hringi. En fram hjá ađalatriđinu var litiđ. Ţeir hjá Andríki voru bara ekkert ađ gagnrýna Pírata fyrir ađ sitja eiginlega alltaf hjá, gagnrýnin fólst í hrćsninni, ţ.e. ađ gagnrýna ađra ţingmenn en hafa svo ekkert efni á ţví sjálfur.

Ég tók spjall viđ Helga Hrafn á veggnum hans Brynjars af ţessu tilefni. Ţar kom fram í máli Helga ađ algjör óţarfi vćri ađ hrćđast gula takkann (sitja hjá), og sá valkostur vćri mikiđ betri en ađ „fylgja bara stemmningunni í herberginu“. Helgi Hrafn varđ afskaplega sár yfir ţví ađ Brynjar skildi voga sér ađ finnast málflutningur Andríkis sniđugur um hjásetu Pírata, en leyfir sér svo ađ dylgja um ađ ađrir ţingmenn fylgi ekki eigin sannfćringu ţegar kosiđ er um ţingmál.

Ţankagangur Píratans getur veriđ einkennilegur.

(Ţví miđur get ég ekki linkađ á samtal okkar Helga ţar sem Brynjar hefur lokađ veggnum sínum).


mbl.is „Margir flokksmenn mínir eru stressađir“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Mér hefur nú frekar fundist Píratar vera HLĆGILEGIR, frekar en FYNDNIR.  En menn hafa misjafna sýn á hlutina......

Jóhann Elíasson, 15.11.2017 kl. 22:23

2 Smámynd: Valur Arnarson

Jóhann, Píratar eru viđkvćmar mannverur. Ţađ ţarf ađ fara varlega ađ ţeim og ţá er betra ađ segja ţá fyndna en hlćgilega.

Valur Arnarson, 16.11.2017 kl. 09:31

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband